Magnús Franklín

Beint í efni

Tölvu- og tækniþjónustan

2013 - 2016

Verktaka fyrirtæki sem sá meðall annars um alla UT þjónustu við Ölgerðina, Hús Atvinnulífsis ofl. smærri fyrirtæki hér og þar. Ég starfaði ýmist á helpdesk ásamt því að sjá um kerfisreksturinn.

Endor

2016 - núna

Í október 2016 tók Endor við rekstrinum á TT og hefur starfið tekið miklum breytingum síðan þá, til að byrja með hélt ég mestmegis áfram í Ölgerðinni þar til sá rekstur fór annað en fór einnig að sinna öðrum viðskiptavinum aðallega Íslandshótel ásamt of mörgum smærri fyrirtækjum til að telja.
Verkefnin voru samt af svipuðum toga, kerfisrekstur og notandaþjónusta. Ásamt því að ég hef alltaf verið designated Office 365, Azure, DNS og lénamála maðurinn.

Í Covid varð ákveðin hugarfarsbreyting innan Endor sem varð til þess að fókusinn var mikið meiri á innlennda MSP markaðinn og með því voru nýjir viðskiptavinir sóttir inn, t.d. Lagerinn (JYSK, ILVA og JYSK í Færeyjum) og Hrafnista (Sjómannadagsráð, DAS, Hrafnista og Naustavör) og sá ég nær einn um ráðgjöf og innleiðingu á þessum viðskiptavinum.
Á þeim tíma var ég mikið að einbeita mér af rekstri netkerfi og sá um samskipti, útfærslu og uppsetningu á bæði víð- og staðarnetum hjá okkar viðskiptavinum.
Sem dæmi um verkefni þá sá ég um útskipti og uppsetningu á nýjum netbúnaði (Fortinet) í öllum verslunum Lagersins.

Samhliða mínum daglegu verkefnum í kerfis- og netrekstri sá ég um góðan slurk af stórsölu uppsetningum á Nutanix og nær öll Cohesity umhverfum sem notuð eru á Íslandi og hef aflað mér mikillar þekkingar á tækni og virkni þessara byrgja. Í október 2021 fékk ég svo titilinn Tæknistjóri hjá Endor og með því varð ég ábyrgur fyrir okkar eigin hýsingarumhverfi (compute, backup og network) ásamt því hvernig þessi kerfi keyra í tveim mismunandi gangaverum. Þessi titill var þó í raun bara nafnsins vegna því fram að þessu hafði ég einnig séð um þessi kerfi og sá meðal annars um tilflutninginn okkar milli gagnavera og frá VMware yfir í AHV. Um áramótin 2023 tekur Endor við kerfisrekstri hjá móðurfélaginu sínu Sýn hf. og samhliða því sogast tölvudeildin þar inn í Endor og spilaði ég lykilhlutverk í að gera Endor samhæft þeirri breytingu, þá aðallega með tilliti til skjölunar og verklags. Ásamt innleiðingu á nýju þjónustukerfi og símkerfi.